Á heimasíðunni Tasty-Yummies má finna gott úrval girnilegra uppskrifta sem flestar eru einfaldar og fljótlegar. Hérna kemur uppskrift að hinum fullkomnu frönsku kartöflum sem bragðast dásamlega vel með til dæmis hamborgara eða samloku.
Fullkomnar franskar kartöflur
Fyrir 2-4
- 1 kíló lífrænar kartöflur
- 3-4 matskeiðar olía
- sjávarsalt
- nýmalaður pipar
Þá er einnig gott að krydda kartöflurnar með til dæmis hvítlauks- eða chilikryddi.
1. Skolaðu kartöflurnar vel. Mælt er með að taka hýðið ekki af. Skerðu kartöflurnar í mjóa strimla.
2. Leggðu kartöflustrimlana í kalt vatn og láttu þá liggja þar í um 30 mínútur. Taktu svo kartöflurnar úr vatninu og þerraðu.
4. Forhitaðu ofninn í um 240°C.
5. Leggðu bökunarpappír á ofnplötu og penslaðu pappírinn með um 2 matskeiðum af olíu. Færðu svo kartöflustrimlana yfir í þurra skál og helltu restinni af olíunni yfir strimlana og saltaðu og kryddaðu. Raðaðu þá kartöflunum á bökunarpappírinn og settu inn í ofn.
6. Eldaðu kartöflurnar í um 35 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar.
Þá ertu komin/n með dýrðlegar franskar. Einnig má nota sætar kartöflur í þessa uppskrift.
Þessi grein er fengin að láni frá: https://www.mbl.is/matur/frettir/2014/09/13/hinar_fullkomnu_franskar/