Fullkomnar franskar

Fullkomnar franskar

Á heimasíðunni Tasty-Yummies má finna gott úr­val girni­legra upp­skrifta sem flest­ar eru ein­fald­ar og fljót­leg­ar. Hérna kem­ur upp­skrift að hinum full­komnu frönsku kart­öfl­um sem bragðast dá­sam­lega vel með til dæm­is ham­borg­ara eða sam­loku.

Full­komn­ar fransk­ar kart­öfl­ur
Fyr­ir 2-4

  • 1 kíló líf­ræn­ar kart­öfl­ur
  • 3-4 mat­skeiðar olía
  • sjáv­ar­salt
  • nýmalaður pip­ar

Þá er einnig gott að krydda kart­öfl­urn­ar með til dæm­is hvít­lauks- eða chilikryddi. 

1. Skolaðu kart­öfl­urn­ar vel. Mælt er með að taka hýðið ekki af. Skerðu kart­öfl­urn­ar í mjóa strimla.

2. Leggðu kart­öflustriml­ana í kalt vatn og láttu þá liggja þar í um 30 mín­út­ur. Taktu svo kart­öfl­urn­ar úr vatn­inu og þerraðu.

4. For­hitaðu ofn­inn í um 240°C.

5. Leggðu bök­un­ar­papp­ír á ofn­plötu og penslaðu papp­ír­inn með um 2 mat­skeiðum af olíu. Færðu svo kart­öflustriml­ana yfir í þurra skál og helltu rest­inni af ol­í­unni yfir striml­ana og saltaðu og kryddaðu.  Raðaðu þá kart­öflunum á bök­un­ar­papp­ír­inn og settu inn í ofn.

6. Eldaðu kart­öflurnar í um 35 mín­út­ur eða þar til þær eru orðnar gyllt­ar og stökk­ar.

Þá ertu kom­in/​n með dýrðleg­ar fransk­ar. Einnig má nota sæt­ar kart­öfl­ur í þessa upp­skrift.

 

 

Þessi grein er fengin að láni frá:  https://www.mbl.is/matur/frettir/2014/09/13/hinar_fullkomnu_franskar/

Back to blog