​​​​​​​Biobóndinn ræktar einungis lífrænt grænmeti og korn. 
Uppskera haustsins gaf af sér alls 10 yrki af lífrænum kartöflum. 
Fjögur yrki eru til sölu m.a. í verslunum Bónus, Hagkaups og Melabúðinni og bætast fleiri við á næstunni. Kartöflurnar eru flokkaðar í 3 stærðir, allt frá smælki upp í stórar kartöflur. 


Fyrirspurnir má senda á netfangið litla.hildisey@gmail.com eða gsm 776-4194.

Frekari upplýsingar um okkur - Smelltu HÉR
____________________
Við trúum því að við getum unnið með náttúrunni við að búa til hollan og góðan mat án þess að nota tilbúinn áburð eða eitur á plönturnar eða akrana.
LÍFRÆNAR KARTÖFLUR
eru góðar fyrir okkur og jörðina okkar.
LÍFRÆNAR KARTÖFLUR
geyma fullt af vítamínum í hýðinu.
- Ekki skræla þær. Hýðið er æðislegt! -
LÍFRÆNAR KARTÖFLUR
eru framleiddar án eiturefna
og tilbúins áburðar.
LÍFRÆNAR KARTÖFLUR
geymast best í köldu og
dimmu umhverfi.
LÍFRÆNAR KARTÖFLUR
og laukur eru ekki góðir vinir. 
Ekki geyma þau saman.
____________________
Hvers vegna Lífrænt?

Lífrænir búskaparhættir eru mjög frábrugðnir þeim sem tíðkast nú í hinum efnavædda landbúnaði sem oft er kallaður hefðbundinn þótt hann sé í raun afsprengi seinni tíma tæknibreytinga og þróunar. Hér á landi byggðist mest öll búvöruframleiðsla á lífrænum grunni fram yfir miðja liðna öld.
Mikilvægt er að neytendur fái traustar upplýsingar um gæði matvæla, ekki aðeins frá bændum og úrvinnsluaðilum...meira
____________________
Hafðu samband:
Smelltu hér
Thank you!